Frumvarp um sameiningu skógræktarstofnana lagt fyrir Alþingi
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar. Lagt er til að ný stofnun, Skógræktin, taki við eignum, réttindum og skyldum Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt frá og með 1. júlí 2016. Ráðningarsamningar starfsmanna færast yfir til nýrrar stofnunar.
11.04.2016