Seljabúskapur hefur verið í Drumbabót
Seljabúskapur virðist hafa verið í Drumbabót á Markarfljótsaurum í Fljótshlíð á 16. eða 17. öld. Fornleifauppgröftur fór þar fram síðastliðið haust og fundust mannvistarleifar sem bentu til þess að sel hefði verið þar. Í Drumbabót eru leifar forns birkiskógar sem talið er að hafi eyðst í hamfaraflóði úr Mýrdalsjökli í kjölfar Kötlugoss laust eftir 800 e.Kr. Morgunblaðið fjallar um málið í dag.
06.04.2016