Ein milljón tonna um miðja öldina
Árleg nettóbinding íslenskra skóga gæti orðið um ein milljón tonna um miðja öldina, mælt í koltvísýringsígildum, ef gróðursett væri fjórum sinnum meira á hverju ári en nú er gert. Binding eins tonns af koltvísýringi með skógrækt kostar um 2.500 krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt var í dag.
13.02.2017