Nýrnagjöf Náttúrufræðistofnunar til Mógilsár
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur afhent Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá óvenjustórt viðarnýra sem rak á land við Broddadalsá á Ströndum laust eftir síðustu aldamót. Með árhringjagreiningu hefur uppruni þess verið rakinn til vatnasvæðis Pechora-árinnar í Rússlandi rétt austan við Arkangelsk. Nýrað verður varðveitt á Mógilsá og haft til sýnis almenningi.
14.06.2017