Moð úr fjárhúsum upplagt til skóggræðslu á melum
Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana. Gott dæmi um þetta er uppgræðslustarf sem unnið er í landi Brekkukots í Reykholtsdal.
18.10.2017