Haustlitirnir þjóna mikilvægum tilgangi
Haustið er besti tíminn til að greina uppruna trjáplantna. Þau sem eru ættuð af norðlægum svæðum ganga fyrr frá sér en þau sem eru frá suðlægum svæðum. Þessi munur blasir við þegar trén búast í haustliti. Rætt var við Brynjar Skúlason, skógerfðafræðing á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá í fréttum Sjónvarpsins í gær.
11.10.2017