Timburmarkaður Finna kominn á netið
Ný rafræn timburmiðlun á vefnum gerir finnskum skógareigendum nú kleift að færa alla verslun með timbur úr skógum sínum í einn farveg. Gert er ráð fyrir að þegar Finnar flykkjast í sumarfrí í júlímánuði hafi ein milljón rúmmetra af timbri verið seld með þessum hætti þótt vart verði tveir mánuðir liðnir frá því að þjónustan hófst.
28.06.2017