Vonast til að utanríkisráðherra komi í Þjórsárdal í vor til að gróðursetja í Hekluskógum
Hreinn Óskarsson, sviðstjóri hjá Skógræktinni, segir að skemmdir á trjágróðri í Þjórsárdal vegna heræfinga NATO um helgina séu minni en búast hefði mátt við af lýsingum. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins ætlar að sjá til þess að skemmdir verði bættar og Hreinn vonast til að utanríkisráðherra komi til gróðursetningar á Hekluskógasvæðinu í vor.
23.10.2018