Að finna sér rannsóknarfélaga
Nokkrar norður-evrópskar skógarstofnanir standa fyrir stefnumótadegi fyrir skógvísindafólk 8. nóvember að Ási í Noregi. Þar er tækifæri til að stækka samstarfsnet sitt, kynnast nýju fræðafólki á sínu sviði, læra hvernig skrifa megi vænlegar umsóknir um styrki. Ungt vísindafólk og doktorsnemar eiga rétt á styrkjum til fararinnar.
08.10.2018