Nýr plöntuskaðvaldur fundinn á Íslandi
Rótarsveppurinn Phytophtora cactorum hefur fundist í trjáplöntum í gróðrarstöð hérlendis. Tegund þessi er þekktur skaðvaldur í eplarækt en getur lagst á fleiri tegundir. Lítil hætta er þó talin á því að hún valdi skaða úti í náttúrunni en þó verður reynt að tryggja að hún breiðist ekki út frá gróðrarstöðvum. Nauðsynlegt þykir að reglugerð frá 1990 um innflutning plantna verði endurskoðuð.
23.03.2018