Lofttegundir frá trjám hamla gegn hlýnun jarðar
Alþjóðlegur hópur vísindafólks undir forystu háskólans í Leeds á Englandi hefur rannsakað hvaða áhrif hvarfgjarnar lofttegundir sem tré og aðrar plöntur gefa frá sér geta haft á loftslagið. Þær leiða í ljós að þessar lofttegundir kæla loftslagið á jörðinni. Skógareyðing dregur því úr þessum jákvæðu áhrifum trjánna á loftslagið.
12.03.2018