Grisjað í Haukadalsskógi
Grisjun í Haukadalsskógi í Biskupstungum sem unnið er að þessa dagana mun skila minnst 800 rúmmetrum af timbri. Stórvirk vinnuvél er notuð við verkið sem gengur því greiðlega fyrir sig, nú í mildu haustveðrinu. „Skógarnir eru auðlind sem skilar okkur sífellt meiri afurðum,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, í samtali við Morgunblaðið.
13.11.2019