Gullin í grenndinni bera ávöxt
Þátttaka leik- og grunnskóla í Árborg í verkefninu „Gullin í grenndinni“ hefur aukið áhuga barna á útiveru og umhverfi. Þau eru ófeimnari að nýta sér skóginn til útivistar og leikja og fara nú út í öllum veðrum. Nemendur sem eiga við hegðunar- og samskiptaörðugleika að etja njóta sín gjarnan betur þegar þau eru úti í náttúrunni. Þetta er mat leikskólakennara á Selfossi sem hefur tekið þátt í verkefninu. Nú hefur verið undirritaður formlegur samstarfssamningur um verkefnið.
05.06.2019