Keðjusagarnámskeið á Hólum í júní og Hallormsstað í október
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir nú tvö námskeið í notkun og umhirðu keðjusaga, fellingartækni, öryggisatriðum og öðru sem nauðsynlegt er að kunna skil á við notkun keðjusaga í þéttbýli og úti í skógi. Fyrra námskeiðið verður á Hólum í Hjaltadal í júní og það síðara á Egilsstöðum og Hallormsstað í október. Námskeiðinu lýkur á einum og hálfum degi við trjáfellingu og grisjun í skógi.
20.05.2020