Stefnir í metár á tjaldsvæðum á Vöglum og Hallormsstað
Aðsókn að tjaldsvæðum Skógræktarinnar í Vaglaskógi og Hallormsstaðaskógi hefur verið með mesta móti í sumar. Frá byrjun ágústmánaðar og fram til 17. ágúst voru gistinætur á Hallormsstað orðnar um 6.500 en fyrra met í ágústmánuði var frá árinu 2002 þegar gistinætur urðu um 4.300. Íslendingar hafa verið mest áberandi í sumar en fjöldi útlendinga hefur farið vaxandi fram undir þetta.
20.08.2020