„Einstaklingar sem lifa og snúast í skógrækt eru jarðbundið og fallegt fólk“
Ungan ljósmyndara, Hjördísi Jónsdóttur, langaði að læra meira og ákvað að setjast á skólabekk við Landbúnaðarháskóla Íslands til að læra skógfræði. Hvatningin var meðal annars loftslagskvíði og þörfin fyrir að bæta umhverfið frekar en að taka þátt í eyðileggingu þess. Hjördís segir að fólk sem lifir og snýst í skógrækt sé jarðbundið og fallegt fólk með hjartað á réttum stað.
30.06.2020