Þróun íslenskra strandskóga - meistaravörn
Kerstin Frank ver í dag meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða þar sem rannsakað er vistkerfi tveggja skógarreita á Vestfjörðum og könnuð viðhorf almennings til skógræktar á svæðinu. Lítil binding mældist í skógunum tveimur og enginn marktækur munur á uppleystu kolefni eða köfnunarefni í lækjum sem runnu gegnum eða utan reitanna enda skógurinn ungur.
11.05.2020