Yfirlýsingar um skóga fengu talsvert vægi á COP26 í Glasgow
Á loftslagsráðstefnunni COP26 sem lauk í Glasgow um helgina, staðfestu aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna mikilvægi þess að halda hækkun hitastigs jarðar undir 1,5°C. Staðfestingin er mikilvæg fyrir áframhaldandi baráttu gegn loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir samkomulag 197 aðildarríkja Loftslagssamningsins um stærstu málefni samtímans gefa tilefni til bjartsýni.
17.11.2021