Efnt til rannsókna á brunasvæðinu í Heiðmörk
Sérfræðingar Skógræktarinnar mátu í vikunni ástand gróðurs á þeim svæðum í Heiðmörk sem brunnu þar í eldi 4. maí. Lagðir verða út mælilfletir til að meta áhrif brunans og fylgjast með gróðurframvindu og skordýralífi á svæðinu. Til greina kemur að BS-nemendur í skógfræði við LbhÍ vinni rannsóknarverkefni í tengslum við þennan gróðureld.
27.05.2021