100 ár frá friðun Þórsmerkur
Laugardaginn 9. maí 2020 eru liðin 100 ár frá því samningur um friðun Þórsmerkur var fullgiltur. Friðunin var gerð að tilstuðlan bænda og ábúenda jarða í Fljótshlíð auk Oddakirkju sem afsöluðu sér beitirétti á Þórsmörk, fólu Skógræktinni að vernda svæðið fyrir beit, svo hægt væri að bjarga þeim birkiskógum sem þar var enn að finna. Birkiskóglendið hefur breiðst mikið út alla þessa öld en hraðast síðustu áratugina. Þetta er eitt merkilegasta náttúruverndarverkefni Íslendinga á 20. öld.
08.05.2020