Á hverju ári standa margir Íslendingar frammi fyrir þeirri spurningu hvort kaupa eigi lifandi jólatré í stofuna eða láta slag standa og kaupa margnota tré sem enst getur árum saman. Hlýtur það ekki að vera betra fyrir budduna og jafnvel umhverfið líka, jafnvel þótt gervitréð sé úr plasti og framleitt hinum megin á hnettinum? Ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Umhverfisálagið af plasttrjánum er margfalt á við lifandi tré, ekki síst ef lifandi trén eru höggvin í nálægum skógi.
Nytjaskógrækt er varanleg aðferð til kolefnisbindingar. Nytjaskógur er fjölbreytilegt vistkerfi með mikla líffræðilega fjölbreytni, rétt eins og birkiskógur. Nytjaskógrækt er ein þeirra leiða sem við verðum að nota til að ná árangri gegn loftslagsvandanum. En hvað er eiginlega þetta kolefni?
Avis-bílaleigan býður viðskiptavinum sínum á næstunni að binda kolefni í íslenskum skógum til mótvægis við þá losun sem hlýst af notkun bílaleigubílanna. Þjónustan er í boði gegnum Treememberme en Skógræktin sér um ræktun skóganna og þar með um kolefnisbindinguna.
Íslenskt límtré, húsgögn úr íslensku timbri og timburbyggingar verða til umfjöllunar ásamt umhverfisáherslum í Hafnarfirði á morgunfundi Grænnar byggðar sem haldinn verður kl. hálfníu fimmtudaginn 5. desember í Hafnarborg Hafnarfirði.
Ákveðið hefur verið að Menntamálastofnun taki að sér verkefnabanka Skógræktarinnar um útinám, „Lesið í skóginn“. Verkefnin í bankanum verða gefin út á rafrænu formi og miðlað til skóla landsins. Samningur þessa efnis var undirritaður á Mógilsá í dag.