Margfalt meira umhverfisálag af gervijólatrjám en lifandi trjám
Á hverju ári standa margir Íslendingar frammi fyrir þeirri spurningu hvort kaupa eigi lifandi jólatré í stofuna eða láta slag standa og kaupa margnota tré sem enst getur árum saman. Hlýtur það ekki að vera betra fyrir budduna og jafnvel umhverfið líka, jafnvel þótt gervitréð sé úr plasti og framleitt hinum megin á hnettinum? Ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Umhverfisálagið af plasttrjánum er margfalt á við lifandi tré, ekki síst ef lifandi trén eru höggvin í nálægum skógi.
02.12.2019