Umsagnarfrestur um drög að lýsingu landsáætlunar í skógrækt rennur út í janúarlok
Verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í skógrækt hefur tekið saman drög að lýsingu þar sem gerð er grein fyrir þeim áherslum sem fyrirhugað er að hafa við gerð áætlunarinnar, svo sem um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugaða kynningu og samráð við mótun áætlunarinnar. Frestur til að skila umsögnum um drögin rennur út 31. janúar.
23.01.2020