Breytingar á kolefnisforða og öðrum jarðvegsþáttum við nýskógrækt á SV-landi
Meiri kolefnisforði mælist í efsta jarðvegslagi barrskóga en birkiskóga og munurinn er hlutfallslega enn meiri í feyrulaginu þar sem kolefnisforði barrskóganna er 92% meiri en birkiskóga. Botngróður minnkaði meira undir barrskógum en birkiskógum en það hafði ekki teljandi áhrif á kolefnisjöfnuð vistkerfisins því kolefnisforði botngróðurs var langminnstur af þessum þremur hlutum alls kolefnisforðans í skóginum. Þetta eru helstu niðurstöður meistararitgerðar sem Joel C. Owona ver á mánudag við LbhÍ.
19.09.2019