Ný skógræktarlög samþykkt samhljóða
Samræmd löggjöf um skóga og skógrækt sem samþykkt var á Alþingi í morgun leysir af hólmi lög sem að stofni til voru frá árinu 1955. Ýmis nýmæli eru í nýju lögunum. Til dæmis fær hugtakið þjóðskógar lagalegt gildi og Skógræktin fær lögbundið hlutverk í loftslagsmálum.
02.05.2019