Skólabörn í Þorlákshöfn gróðursetja á Hafnarsandi
„Það er gott fyrir jörðina að planta trjám,“ sögðu nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn á föstudag þegar gróðursett var á Hafnarsandi í Ölfusi í tilefni af því að Yrkjusjóður, Skógræktin og Landgræðslan hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um aukna gróðursetningu grunnskólabarna og fræðslu fyrir þau um samspil kolefnisbindingar, landnotkunar og loftslagsmála.
03.06.2019