Brunavarnanámskeið
Námskeið um brunavarnir á skógarsvæðum og í sumarbústaðalöndum verður haldið í Hveragerði 1. apríl í samstarfi Brunavarna Árnessýslu, Garðyrkjuskólans FSU, Skógræktarinnar og Verkís. Námskeiðið, sem er öllum opið, hentar sérstaklega bændum, skógareigendum, sumarhúsaeigendum og öðrum sem eiga land sem eldur getur brunnið á og ógnað verðmætum. Skráning er til 28. mars.
16.03.2023