Fjallaþinur
Af þintegundum þekkja flest okkar líklega helst nordmannsþin sem kenndur er við finnska grasafræðinginn Alexander von Nordmann – en alls engan Norðmann. Sú tegund er upprunnin í fjöllunum sunnan og austan við Svartahaf. Hún getur vaxið við allrabestu aðstæður á Íslandi en ekki er raunhæft að rækta hana hér til jólatrjáaframleiðslu miðað við núverandi loftslag. Öðru máli gegnir um hinn norður-ameríska fjallaþin. Með kynbættum afbrigðum fjallaþins sem ræktuð hafa verið fram hérlendis gæti hillt undir að íslenskur fjallaþinur velgi nordmannsþin ærlega undir uggum á jólatrjáamarkaðnum í framtíðinni.
24.02.2023