Grisjunarefni úr ungum skógum til jarðvegsbóta í landbúnaði
Lífkol úr íslenskum grisjunarviði gætu nýst vel til að binda kolefni til langframa í jarðvegi ræktarlanda og um leið auka gæði jarðvegsins og þar með uppskeru. Möguleikar á þessu verða kannaðir í rannsóknarverkefni sem Skógræktin vinnur nú að í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri. Beðið er svara um styrkbeiðni til rannsóknarinnar enda dýrt að vinna úr jarðvegssýnum sem ætlunin er að taka í verkefninu a.m.k. næstu þrjú til fimm árin.
16.05.2023