Hvað eru þetta gömul tré?
Nokkrir
íslenskir skógvísindamenn voru á ferð í Pódalnum á Ítalíu í síðustu
viku og skoðuðu þá meðal annars hraðrækt á ösp sem gefur nytjavið á
undraskömmum tíma. Með kynbótum og öflugri ræktun er hægt að fá uppskeru
af bæði kurlviði og smíðaviði mun fyrr en í hefðbundinni skógrækt.
Jafnvel þótt öspin vaxi ekki eins hratt á Íslandi og í Pódalnum geta
aspartegundir gefið af sér hratt og vel bæði iðnvið og smíðavið
hérlendis.
19.10.2015