Fyrr og nú - 26 metra aspir
Tvær myndir sem teknar eru í Múlakoti í Fljótshlíð með 60 ára millibili sýna aspir sem orðnar voru 11 metra háar þegar þær kól niður í rót í aprílhretinu fræga 1963. Aspir sem nú hafa náð 26 metra hæð uxu upp af teinungum frá rótum eldri aspanna og eru nú með allrahæstu trjám landsins. Í Múlakoti er skemmtilegt trjásafn sem ferðalangar á þessum slóðum ættu að staldra við til að skoða.
23.07.2015