Hagnaður af skógi en tap af hefðbundnum búskap
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Wales gefur barrviðarskógur í fullum nytjum fimm sinnum meira af sér fyrir þjóðarbúið en akuryrkja og búfjárrækt án tillits til opinberra styrkja. Rannsóknin náði til 4.000 hektara skóglendis og 4.000 hektara af sambærulegu landbúnaðarlandi í Wales. Árlegur hagnaður af skógi reyndist vera 83,72 pund á hektara að frátöldum opinberum stuðningi til skógræktar en árlegt tap af búfjárrækt og akuryrkju reyndist vera 109,50 pund á hektara ef opinber stuðningur var ekki tekinn með í reikninginn.
11.08.2015