Skóglendur hafa stækkað um þriðjung
Á það er bent í Morgunblaðinu í dag að skóglendi á Íslandi hafi stækkað um þriðjung á undanförnum aldarfjórðungi, úr 1.435 km3 árið 1989 í 1907 km3 árið 2014. Ræktaðir skógar hafi stækkað úr 401 km3 í 342 km3 eða um 580%. Í umfjöllun blaðsins er líka fjallað um aukna útbreiðslu birkiskóganna sem nú eru komnir í 1,5% af flatarmáli landsins og sérstaklega minnst á hversu mjög birkiskógarnir hafa breiðst út í Þórsmörk. Sú aukning er fimmföld enda svæðið verið friðað fyrir beit í 80 ár og Skógrækt ríkisins unnið þar að landbótastarfi æ síðan.
02.07.2015