Bætt aðstaða fyrir ferðafólk í þjóðskógum
Skógrækt ríkisins fær 35 milljónir króna af því 850 milljóna króna framlagi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita til brýnna úrbóta á ferðamannastöðum í umsjá eða eigu ríkisins. Stærstu verkefnin á svæðum Skógræktarinnar verða unnin í Vaglaskógi, á Laugarvatni, við Hjálparfoss og á Þórsmörk.
28.05.2015