Birkisafinn tekinn að renna á ný
Birkið í Vaglaskógi er farið að bruma og þá er rétti tíminn til að tappa hinum meinholla birkisafa af trjánum. Settur hefur verið aftöppunarbúnaður á 40 tré í skóginum og gefa trén nú þegar tugi lítra á hverjum degi. Við fylgdumst með þegar Benjamín Örn Davíðsson aðstoðarskógarvörður tæmdi úr fötunum í gær.
21.04.2015