Ertuygla (Melanchra pisi) er fiðrildi af ætt ygla. Stofn hennar og skaðsemi hefur farið sívaxandi á undanförnum 1-2 áratugum.. Eins og nafnið gefur til kynna þá sækja lirfur ertuyglu einkum í jurtir af ertublómaætt og hérlendis sækja þær mest í...
Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, fjallar um kvæmatilraun með risalerki. Vegna tegundafátæktar, smæðar og vaxtarlags innlendra trjáa hefur leit að nothæfum tegundum erlendis frá verið þáttur í íslenskri skógrækt frá upphafi. Að baki hverri trjátegund sem hér er...
Sérfræðingar Mógilsár og Landgræðslunnar fóru í stutta vettvangsferð í Þjórsárdal til að athuga með hentug svæði vegna tilrauna með varnarefni gegn ertuyglu.
Skógrækt ríkisins tók þátt í Vísindavöku Rannís á dögunum. Mikill fjöldi fólks heimsótti bás Skógræktar ríkisins og mesta athygli vakti hversu miklar breytingar gætu orðið á gróðurfari landsins ef spár um 2,7°C hlýnun í lok aldarinnar ganga eftir.
Sumarið 2010 var borkjörnum safnað úr tuttugu ungum birkitrjám í Bolholti á Rangárvöllum. Helstu niðurstöður sýna að hlýnandi veðurfar síðustu ára hefur aukið vöxtinn umtalsvert í birkinu.