Út er komið Ársrit Skógræktar ríkisins fyrir árið 2010 þar sem m.a. er fjallað um viðarfræði, kolefnisbingdingu, skaðvalda, grenndarskóga í kennaranámi og öskufall á Suðurlandi.
Út er komin nýtingaráætlun fyrir Reykjarhólsskóg í Skagafirði. Áætlunin nær yfir 12,5  hektara svæði en þar af telst skóglendi vera um 11 ha.
Laugardaginn 4. júní var skrifað undir grenndarskógasamning um Björnslund í Norðlingaholti. Aðilar að samningnum eru skólar á svæðinu, foreldrafélög, íbúasamtök, Skógrækt ríkisins, Menntavísindasvið HÍ og Reykjavíkurborg.
Í vikunni sem leið fengu fjórir samstarfsaðilar styrk úr Orkusjóði til að kanna hagkvæmni þess að kynda byggðina í Grímsey með viðarkurli.
Í síðustu viku gróðursettu nemendur í Ártúnsskóla níu rauðgreniplöntur í grenndarskógi sínum í Elliðaárdalnum sem vaxnar eru af fræi úr könglum Oslóartrésins á Austurvelli árið 2007.