Höfðavatn er í þjóðskóginum Höfða á Völlum á Fljótsdalshéraði. Á liðnum áratug hefur Skógrækt ríkisins endurheimt Höfðavatn í tveimur áföngum og nú er það grunnt og lífmikið stöðuvatn.
Í Þórsmörk voru gerðar tilraunir árin 2007-2009 til að eyða lúpínu með illgresiseitrinu Roundup. Í ljós hefur komið að eitrunin eyddi öðrum gróðri, þ.á m. trjágróðri, en lúpínan var fljót að spretta upp af fræi aftur.
Félagið heimsótti Haukadalsskóg í byrjun júlí og var heimsóknin hluti af sumarhátið félagsins.
Sveppir eru nú þegar farnir að sjást í þjóðskógunum um allt land. Búast má við sérstaklega miklum sveppavexti eftir rigningar í ágúst og því er gott að fara að huga að sveppatínslu.
Um helgina fór fram brúðkaup í Húsadal í Þórsmörk þar sem Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prestur í Háteigskirkju gaf saman Hjördísi Þorsteinsdóttur og Kristján Hauk Flosason. Alls voru um 100 gestir viðstaddir athöfnina.