Niturgjöf eykur bindingu eldri nytjaskóga
Nytjaskógur bindur umtalsvert meira kolefni ef áburði er dreift áratug áður en skógurinn er felldur. Skógar í Noregi sem henta til slíkrar áburðargjafar gætu bundið aukalega kolefni sem nemur útblæstri 90-170 þúsund fólksbíla á hverju ári. Nauðsynlegt yrði að styrkja skógareigendur um 30% kostnaðarins til að tryggja að þessi binding næðist.
26.05.2014