Viðbót til Hekluskóga
Niðurskurður til landbótaverkefnisins Hekluskóga hefur verið dreginn til baka að hluta með þriggja milljóna króna viðbótarframlagi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta er uppbót“, segir Hreinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Hekluskóga. Viðbótarféð renni óskipt til ræktunarstarfsins. Nú eru gerðar tilraunir með að köggla birkifræ með mold og kjötmjöli.
14.05.2014