Skógræktarfólk af Austurlandi upplifði ótrúlega sjón í fjörum á vesturströnd Norður-Ameríku í ferðalagi um skógarsvæði þar vestra á liðnu hausti. Allt er stórt í Ameríku, er stundum sagt og það gildir sannarlega um rekaviðinn líka.
Brynhildur Bjarnadóttir, doktor í skógvistfræði og lektor við Háskólann á Akureyri, sagði frá rannsóknarverkefninu Mýrvið í spjalli við Leif Hauksson í þættinum Sjónmáli á Rás 1.
Óvenjumikið er af brotnum trjám í Kjarnaskógi eftir veturinn sem var mildur og snjór gjarnan blautur. Í sumar verður meðal annars komið upp nýju leiksvæði með grillhúsi í skóginum.
Nytjaskógur bindur umtalsvert meira kolefni ef áburði er dreift áratug áður en skógurinn er felldur. Skógar í Noregi sem henta til slíkrar áburðargjafar gætu bundið aukalega kolefni sem nemur útblæstri 90-170 þúsund fólksbíla á hverju ári. Nauðsynlegt yrði að styrkja skógareigendur um 30% kostnaðarins til að tryggja að þessi binding næðist.
Ástin vex á trjánum fullyrti skáldið og í framhaldi af því spurðu Bergsson og Blöndal í þætti sínum laugardaginn 24. maí: Hvað vex fleira á íslenskum trjám og hvað þarf mörg tré til að búa til einn skóg? Hlustendur völdu fallegustu skóga landsins og varð Vaglaskógur hlutskarpastur.