Á þessu blíða vori flykkjast garðeigendur út til að snyrta, hlúa að gróðri og jafnvel bæta nýjum plöntum í garðinn. Þá er upplagt að sækja sér innblástur, hugmyndir og fróðleik þar sem hann er að finna. Yndisgróður er þekkingarbrunnur fyrir trjáræktendur sem vert er að sækja í.
Í Morgunglugganum, morgunþætti Rásar 1, var rætt við Valgerði Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Norðurlandsskóga, sem sér líka um fræmiðstöð Skógræktar ríkisins á Vöglum í Fnjóskadal.
Starfsmenn Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá líkjast helst kálfum að vori þegar þeir sleppa út og geta hafið vettvangsvinnu í hinum ýmsu rannsóknar-  og úttektarverkefnum. Verkefnið Íslensk skógarúttekt (ÍSÚ) er eitt viðamesta verkefni Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá og nú eru útiverkin hafin við verkefnið þetta vorið.
Á haustdögum er stefnt að því að hefja mælingar undir merkjum nýs rannsóknarverkefnis sem hlotið hefur heitið Mýrviður. Í verkefninu verður mæld binding og losun gróðurhúsalofttegunda frá skógi sem ræktaður er í framræstri mýri.
Starfsfólk Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóga á Akureyri notaði veðurblíðuna í dag til að taka til og fegra við aðsetur sitt í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Krókeyri. Beð voru hreinsuð, sett niður sumarblóm, grisjað í skóginum og fleira.