Útlit er fyrir að ríflega tvöfalt meira verði notað af trjáviði til brennslu í Evrópu árið 2020 en nú er gert. Skógar Evrópu anna ekki eftirspurninni sem jókst um 50% á árinu 2010 einu. Umhverfislegur ávinningur er dreginn í efa. Tímaritið The Economist fjallaði um málið fyrir nokkru.
Hallgrímur Indriðason skógfræðingur talar á þriðja fræðslufundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri föstudaginn 31. janúar kl. 10. Ástarpungar með kaffinu.
Björn Traustason, landfræðingur hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, kom í spjall til Jónatans Garðarssonar í þættinum Morgunglugganum á Rás 1 mánudaginn 27. janúar og ræddi meðal annars um Skóglendisvefsjána.
Árleg fagráðstefna skógræktar verður haldin á Hótel Selfossi dagana 12.-13. mars. Þema hennar er skógur og skipulag.
Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins, segir gott fyrir hönnunarnema að kynnast skógi og viðarafurðum hans. Þau skilji þá betur hvernig nýta megi íslenskan grisjunarvið með margvíslegu móti.