Draga verður úr afföllum skógarplantna eins og kostur er til að ná æskilegum þéttleika í ræktuðum skógum. Ranabjöllur valda talsverðu tjóni í nýskógrækt en tjónið er því minna sem næringarástand plantnanna er betra.  Þetta kom meðal annars fram á fræðslufundi í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri fyrir helgi.
Það sem þykir smávaxið tré í Klettaföllunum þætti myndarlegt hér á Íslandi. Einirinn okkar er jarðlægur en í Sierra Nevada má finna frænda hans sem getur orðið 26 metra hár og 3.000 ára gamall.
Mikilvægt er að skógarhöggsfólk hugi vel að vinnuaðstöðu sinni og beiti líkamanum rétt. Gott er að nota bekki til að létta vinnuna og draga úr slítandi álagi.
Reiknivél á vef Kolviðar gerir bíleigendum kleift að sjá hversu mikinn skóg þarf að rækta til að vega upp á móti kolefnislosun bílsins. Í ljós kemur að 5-7 þúsund króna eingreiðsla á ári dugar til að kolefnisjafna meðalfólksbíl.
Ellefta alþjóðlega jólatrjáaráðstefnan var haldin í ágúst í Nova Scotia í Kanada. Þar fengu þátttakendur að kynnast stórum og smáum ræktendum jólatrjáa þar sem ýmist var notast að mestu við handaflið eða mikla vélvæðingu. Balsamþinur er eina tegundin sem notast er við í jólatrjáaræktinni í Nova Scotia.