Ríki og sveitarfélög í Noregi hafa markað sér þá stefnu að nota meira timbur í opinberar byggingar. Nú rísa skólabyggingar úr timbri fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, en líka háhýsi sem engum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að reisa mætti úr timbri.
Morgunblaðið fjallar um skógrækt og skipulag í dag á seinni degi fagráðstefnu skógræktar sem einmitt er helguð þessu málefni.
Rætt var um skóga og skipulag á fyrri degi fagráðstefnu skógræktar á Hótel Selfossi í dag. Ráðstefnan er vel sótt og ljóst að mörg verkefni eru fram undan sem tengjast skipulagsmálum og skógrækt.
Árleg fagráðstefna skógræktar hefst óformlega í kvöld á Hótel Selfossi en formlega í fyrramálið þegar ráðherra skógarmála setur ráðstefnuna og fyrirlestrar hefjast. Skógfræðingar halda aðalfund sinn í kvöld kl. 20.
Erindi sem flutt voru á Landsýn, fræðaþingi landbúnaðarins, föstudaginn 7. mars eru nú aðgengileg á vef Landbúnaðarháskóla Íslands. Hlýða má á erindin og sjá glærurnar sem fyrirlesarar notuðu máli sínu til stuðnings.