Stafafurureitur í Þórðarstaðaskógi sem gróðursett var í árið 1965 stórskemmdist í snjóflóði sem varð í kjölfar óveðurs og mikillar snjókomu 20. og 21. mars. Sigurður skógarvörður hefur sjaldan séð annað eins snjóbrot í skógum Fnjóskadals og í vetur.
Rúnar Ísleifsson talar um uppkvistun og Rakel Jónsdóttir um kosti og galla blandskóga á síðasta fræðslufundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 10 á föstudagsmorgun, 28. mars.
Í austurhlíðum Sierra Nevada í Kaliforníu skoðaði íslenskt skógræktarfólk meðal annars jeffrey-furu haustið 2013, tegund sem gjarnan mætti reyna á Íslandi. Tegundin vex meðal annars við Tahoe-vatn sem er í tæplega 2.000 metra hæð yfir sjó.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita 6 milljónir til verndaraðgerða og viðhalds á gönguleiðum á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Þessi svæði eru í umsjá Skógræktar ríkisins. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði.
Dóra Hansen innanhúsarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Fréttablaðið greinir frá.