Kínverjar hrundu um aldamótin af stað mesta skógræktarverkefni sem sögur fara af í heiminum. Með því vilja þeir sporna við landeyðingu, flóðum og fleiri umhverfisógnum. Markmiðið er að ríflega 40% lands í Kína verði þakin skógi en nú þegar fullyrða kínversk stjórnvöld að skógarþekjan sé orðin um 20%.
Þegar lítið er um veruleg kuldaköst á vetrum lifir sitkalúsin betur af og stofnar hennar geta orðið mjög stórir á vorin. Fjallað var um sitkalúsina í fréttum Sjónvarpsins 14. apríl.
Tré binda koltvísýring en hreinsa líka ýmis fleiri efni úr andrúmsloftinu og gera þannig loftið í bæjum og borgum heilnæmara. Þar sem tré eru við umferðargötur geta þau dregið úr svifryki í lofti um allt að sextíu prósent.
Í mælinga- og sýnatökuferð sem farin var á Markarfljótsaura í byrjun apríl var safnað gögnum sem sýna meðal annars hvernig trjágróður fór út úr ertyyglufaraldrinum mikla sumarið 2012.
Nemendur á öðru ári búfræði heimsóttu Skógrækt ríkisins í Skorradal á dögunum, skoðuðu skóginn, trjásafnið og viðarvinnsluna. Heimsóknin var liður í námsáfanganum Nytjaskógrækt.