Kínverjar stefna að 42% skógarþekju árið 2050
Kínverjar hrundu um aldamótin af stað mesta skógræktarverkefni sem sögur fara af í heiminum. Með því vilja þeir sporna við landeyðingu, flóðum og fleiri umhverfisógnum. Markmiðið er að ríflega 40% lands í Kína verði þakin skógi en nú þegar fullyrða kínversk stjórnvöld að skógarþekjan sé orðin um 20%.
15.04.2014