Kristján Már Magnússon skógverktaki hefur náð undraverðum tökum á nýju skógarhöggsvélinni sem hann keypti nýlega frá Svíþjóð. Hann fellir um 60 tré á klukkutíma með vélinni sem er um tífalt það sem einn skógarhöggsmaður með keðjusög afkastar. Þessi afköst aukast enn með meiri æfingu.
Einn af vorboðunum á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá eru símtöl frá áhyggjufullum trjáeigendum og áhugamönnum sem hafa áhyggjur af ljótum grenitrjám. Vorið í ár er engin undantekning enda eru grenitré víða ljót, með brúnar nálar eða hafa jafnvel misst hluta nála sinna, sérstaklega á Suður- og Suðvesturlandi.
Fjallað verður um fjárhagsáætlanir fyrir jólatrjáaræktun en líka formun jólatrjáa, umhirðu og klippingu á þemadegi um ræktun jólatrjáa sem haldinn verður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk 10. apríl. Skráning til 8. apríl.
Þorlákshafnarsandur er að miklu leyti eyðimörk á láglendi en þar væri hægt að rækta skóg og hafa af honum tekjur sem kæmu þjóðarbúinu vel. Sandurinn er með mildustu og úrkomusömustu svæðum á landinu.
Starfsfólk Skógræktarinnar og Norðurlandsskóga kom saman í Vaglaskógi í gær, 31. mars, til að heiðra Sigurð Skúlason á síðasta vinnudegi hans sem skógarvarðar á Norðurlandi. Sigurður hefur starfað á Vöglum í 27 ár.