Alþjóðlegur dagur skóga er í dag
Skógareyðing veldur um 12% af allri kolefnislosun í heiminum. Á þetta er minnt á alþjóðlegum degi skóga sem er í dag. Ef hver einasti Íslendingur gróðursetur eitt tré á ári má uppskera timbur að verðmæti 660 milljónir króna eftir 50-80 ár. Skógar skapa auðlind - en til að sú auðlind verði til þarf að gróðursetja tré.
21.03.2014