Málþing um kynbætur á yndisplöntum fyrir Ísland verður haldið á föstudag, 4. apríl, í sal Garðyrkjufélags Íslands við Síðumúla 1 í Reykjavík. Rætt verður um árangur af kynbótum hingað til ög möguleikana sem fyrir hendi eru.
Mikilvægt er að stöðugt sé unnið að kynbótum í skógrækt svo fá megi fram yrki með góða mótstöðu gegn plöntusjúkdómum. Nýlega birtist grein eftir íslenska vísindamenn í evrópsku tímariti um plöntumeinafræði.
Fundist hafa nýir virkir hverir í Haukadalsskógi ekki langt frá Haukadalskirkju inni í gömlum skógarreit. Einn hverinn ryður upp úr sér eðju og spýr sjóðheitu vatni. Allir eru velkomnir að skoða í dag án endurgjalds.
Notkun á smárablöndum í landbúnaði og sveppasjúkdómar á Íslandi er umfjöllunarefni fyrstu greinanna í Skrínu, nýju vefriti um auðlinda-, landbúnaðar- og umhverfisvísindi sem hleypt hefur verið af stokkunum.
Kristján Már Magnússon, skógarverktaki á Héraði, hefur keypt til landsins sérhæfða skógarhöggsvél sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Vélin er bylting fyrir íslenska skógrækt enda afkastar hún eins og margir skógarhöggsmenn.