Góður árangur af ræktun birkiyrkisins Emblu breytir viðhorfum til ræktunar birkis í skógi og þéttbýli. Nýtt yrki, Kofoed, er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli. Þorsteinn Tómasson heldur erindi um þetta í sal Garðyrkjufélags Íslands fimmtudaginn 10. apríl kl. 17.
Borgaryfirvöldum í Óslóarborg þykir dýrt og flókið að gefa Reykvíkingum jólatré á Austurvöll og umhverfisáhrifin mikil. Auk þess séu vaxin upp myndarleg tré í íslenskum skógum. Það má túlka sem viðurkenningu á íslenskri skógrækt.
Síðustu helgina í mars var haldið námskeið í „grænni húsgagnagerð“ á vegum Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Fullbókað var á námskeiðið og fólk á biðlista eftir að komast að.
Ein forsenda þess að hægt sé að rækta skóg á auðnum þar sem foksandur er vandamál er oft sú að sandurinn sé fyrst bundinn. Frétt um Þorlákshafnarsand hér á síðunni var ekki ætlað að kasta rýrð á það landgræðslustarf sem þegar hefur verið unnið þar og var í raun forsenda þess að byggð gat þróast í Þorlákshöfn á sínum tíma.
Vísindamenn hafa með erfðatækni búið til tré sem verður auðveldara að sundra til að búa til pappír eða lífeldsneyti. Þar með þarf minna að nota af mengandi efnum við framleiðsluna og minni orku.